Elísabet Rut Rúnarsdóttir er ein efnilegasta íþróttakona landsins. Elísabet er 17 ára gömul en hún stefnir samt sem áður á að komast á Ólympíuleikana.
Fyrir ári síðan, í maí 2019, setti Elísabet Rut Íslandsmet í fullorðinsflokki – aðeins 16 ára gömul. Metið setti hún á móti sem fram fór í Borgarnesi, og þar kastaði hún sleggjunni 62,16 metra.
RÚV tók viðtal við íþróttakonuna efnilegu sem má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur m.a. fram að Elísabet Rut hafi slysast til þess að byrja æfa sleggjukast.
Elísabet Rut á ættir að rekja á Akranes í gegnum móður sína Guðrúnu Huld Kristinsdóttur sem starfar sem ljósmóðir.
Foreldrar Guðrúnar eru bæði frá Akranesi, Rikka Mýrdal (1957), svæfingarhjúkrunarfræðingur og Kristinn Ellert Guðjónsson (1957) raflagna- og lýsingarhönnuður.
Rikka Mýrdal er dóttir Einars Mýrdals heitins, og Huldu Haraldsdóttur.
Kristinn Ellert er sonur Guðjóns Guðmundssonar læknis og Guðrúnar Ellertsdóttur.
Guðjón starfaði í marga áratugi sem bæklunarlæknir við HVE á Akranesi – og var ávallt á hliðarlínunni sem aðstoðarmaður hjá karlaliði ÍA í knattspyrnu,