Það var töluverður áhugi hjá fyrirtækjum og verktökum á verkefnum sem Akraneskaupstaður bauð út á dögunum.
Það var fyrra var gangstéttaverkefni þar sem að kostnaðaráætlun nam tæplega 21,9 milljónum kr. Alls buðu sex aðilar í það verk.
Það síðara var verkefni sem tengjast götuviðhaldi og var kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar í það verk tæplega 59,9 milljónir kr. Alls bárust þrjú tilboð í það verk.
Eftirfarandi tilboð bárust í gangstéttir 2020.
Bergþór ehf. kr. 24.912.500
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr. 24.363.300
Skóflan hf. kr. 18.986.000
Hellur og lagnir ehf. kr. 21.146.900
Hús og fasteignaviðhald ehf. kr. 19.995.670
GP vélar ehf. kr. 16.991.650
Kostnaðaráætlun kr. 21.847.000
Eftirfarandi tilboð bárust í götuviðhald 2020.
Skóflan hf. kr. 46.686.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 70.628.000
Þróttur ehf kr. 62.087.500
Kostnaðaráætlun kr. 59.850.000
Skipulags- og umhverfisráð hefur falið sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda í þessi verkefni.