Skagakonurnar Eva Laufey Kjaran og Hallbera Guðný Gísladóttir eru í aðalhlutverkum í nýjasta þættinum „Elda með Evu“ sem sýndur er á Stöð 2.
Hallbera Guðný er í hópi bestu knattspyrnukvenna landsins og hefur leikið lykilhlutverk í landsliði Íslands undanfarin ár.
Styrkur hennar hefur ekki verið í eldhúsinu eins og sjá má í þessu skemmtilega innslagi frá Stöð 2.
Hér fyrir neðan getur þú séð hvernig til tókst hjá Hallberu þegar hún bauð vinkonum sínum í mat eftir að hafa fengið góð ráð frá Evu.