Myndband: Langisandur er paradís sjódrekaflugsins – sjáðu mögnuð tilþrif!


Kitesurfing eða sjódrekaflug er mikið stundað við Langasand á Akranesi og þykir svæðið vera eitt það besta á landinu.

Þessi unga íþrótt er blanda af brimbrettaiðkun og seglbrettasiglingu í bland við fugdrekaflug.

Notaður er kraftdreki sem dregur viðkomandi áfram á bretti á sjó eða vatni.

Aðallega eru notaðir LEI-drekar og er algeng stærð á þeim 8-20 metrar og jafnvel meira.

Vinsældir íþróttarinnar hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og eru þónokkrir iðkendur á íslandi.

Langisandur þykir eitt besta svæðið á Íslandi fyrir þessa íþrótt – eins og sjá mátti í dag þegar fjölmargir drekar voru á lofti í laufléttri SV-golu á Akranesi.