„Við vorum orðnir leiðir á því að hafa ekkert að gera og þetta verkefni er í raun bara tilraun til að halda okkur við efnið,“ segir Örn Arnarson hjá ÍATV við skagafrettir.is
Í dag kl. 16 fer fram fyrsti þátturinn hjá ÍATV þar sem rætt verður við ýmsa úr samfélaginu á Akranesi ásamt því að vera vettfangur fyrir tónlistarfólk og grínista.
„Markmiðið er að skapa skemmtilega og afslappaða stemningu. Í dag spjöllum við um sögu ÍATV og Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness kemur í spjall.