Grassláttur á opnum svæðum Akraneskaupstaðar er viðamikið verkefni sem margir verktakar sýndu áhuga í útboði sem nýverið fór fram.
Alls bárust sjö tilboð í verkefnið fyrir sumarið 2020.
Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var rétt tæplega 46,2 milljónir kr.
Hæsta tilboðið var rétt um 93,7 milljónir kr. en það lægsta var rétt rúmlega 37,7 milljónir kr.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bílakjallarinn ehf. kr. 93.699.000
RÓM verk ehf. kr. 89.833.800
Þróttur ehf. kr. 51.011.550
Garðlist ehf. kr. 47.688.000
Skagaverk ehf. kr. 47.151.000
GJ vélaleiga ehf. kr. 39.265.500
Gísli Jónsson ehf. kr. 37.740.000
Skipulags – og umhverfissráð Akraneskaupstaðar samþykkti að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda.