Fjögur tilboð bárust í framkvæmdir við Faxabrautina – bæjarstjórinn ánægður


Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness er ánægður með þá niðurstöðu að framkvæmdir við Faxabraut fari af stað á næstunni.

Verkið hefur nú verið boðið út en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 530 milljónir kr. en lægsta tilboðið átti Borgarverk í Borgarnesi sem nemur 465,7 milljónum kr.

Alls bárust fjögur tilboð í verkefnið sem felst m.a. í því að hækka Faxabrautina um 2 metra á 800 metra kafla, skipta um lagnir, stækkun varnargarðs og ýmislegt annað. Vegagerðin, Akraneskaupstaður og veitufyrirtæki vinna saman að þessu verkefni.

Kostnaðaráætlun 529,9 mkr.
Borgarverk, Borgarnesi. 465,7 mkr.
Þróttur, Akranesi. 506,7 mkr.
Suðurverk & Loftorka. 539,7 mkr.
Ístak. 603,6 mkr.

Í færslu á fésbókarsíðu sinni þakkar bæjarstjórinn ýmsum aðilum fyrir aðkomu sína að þessu verkefni.