Þjálfari Kára hættur og leit að nýjum þjálfara stendur yfir


Knattspyrnulið Kára á Akranesi, sem leikur í 2. deild karla á Íslandsmótinu, er í þjálfaraleit. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu félagsins.

Jón Aðalsteinn Kristjánsson lét af störfum í síðasta mánuði, en hann tók við þjálfun liðsins í byrjun nóvember s.l.

Ástæðan fyrir uppsögn Jóns Aðalsteins eru breyttar vinnuaðstæður hjá honum vegna Covid19 ástandsins.

Forráðamenn Kára vinna nú að því að finna nýjan þjálfara fyrir liðið.

„Kári hefur nú þegar hafið æfingar og hafa notið góðs af sterku baklandi í að halda upp öflugum æfingum á þessum skrítnu tímum. Hópurinn hefur sjaldan verið öflugri og mikil spenna er fyrir komandi tímabili í 2. deild,“ segir í tilkynningu frá Kára.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/10/31/thaulreyndur-thjalfari-tekur-vid-lidi-kara/