Nýr keppnisbúningur ÍA á leiðinni til landsins – svona lítur hann út


Það styttist í upphaf Íslandsmótsins í knattspyrnu hjá karla -og kvennaliði ÍA. Leikmenn fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í glæsilegum keppnisbúningi frá Errea.

Ný útgáfa af ÍA búningnum er á leiðinni til landsins.

Eins og sjá má eru töluverðar breytingar á búningnum fyrir tímabilið 2020.