ÍA vann stórsigur í gær gegn ÍR á útivelli í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Leikurinn fór fram á heimavelli ÍR í Breiðholtinu.
Lið ÍA lofar góðu fyrir komandi tímabil í næst efstu deild kvenna – en liðið sigraði með 7 mörkum gegn engu. Jaclyn Ashley Poucel, Erla Karitas Jóhannesdóttir og Fríða Halldórsdóttir skoruðu allar tvívegis í leiknum og Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði eitt.
Jaclyn Ashley Poucel (5., 43.)
Erla Karitas Jóhannesdóttir (12., 46.)
Fríða Halldórsdóttir (38., 60.)
Unnur Ýr Haraldsdóttir (51.)