Miklar fjarskiptatruflanir hafa herjað á hluta farsímakerfanna á nokkrum stöðum á landinu og er Akranes þar á meðal. Truflanir eru af völdum örbylgjuloftneta.
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ýti úr vör nýverið átaksverkefni vegna truflana á farsímasambandi af völdum úreltra örbylgjuloftneta. Nánar má lesa um það hér.
Þekkt svæði í dag eru á höfuðborgarsvæðið s.s. Vesturbæ, Fossvogi og ákveðin svæði í Kópavogi og Hafnarfirði. Akranes, Selfoss og Reykjanes eru einnig þekkt svæði þegar kemur að slíkum truflunum.
Þessar truflanir hafa umtalsverð áhrif á gæði og öryggi farsímaþjónustu, hvort sem um er að ræða símtöl, skilaboð eða netnotkun. Uppruna truflananna má rekja til úreltra en virkra örbylgjuloftneta.
Athugið að ekki er verið að tala um UHF sjónvarpsloftnet eða greiðurnar svokölluðu.
Truflanirnar eru tilkomnar vegna bilunar í úreltum móttökubúnaði örbylgjuloftneta sem mörg heimili létu setja upp til að taka á móti útsendingum frá áskriftarsjónvarpi Fjölvarpsins á sínum tíma.
Rekstri Fjölvarpsins var hætt 2017, en enn eru þúsundir loftneta uppsett og virk á höfuðborgarsvæðinu.
Eina leiðin til að uppræta truflunina er að taka niður loftnetin eða taka þau úr sambandi við rafmagn.