Fimm einstaklingar í sóttkví á Akranesi vegna Covid-19


Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Akranesi vegna Covid-19 veirunnar og alls eru 7 í sóttkví á Vesturlandi.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi sem birtar voru í dag.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi eru íbúar minntir á að veiran sé enn til staðar á Íslandi.

Við höfum verið rækilega minnt á að Covid veiran er enn til staðar á Íslandi. Bæjarhátíðin Írskir dagar er næstu helgi á Akranesi og bæjarhátíðin Heim í Búðardal er í Dalabyggð. Auk þess dvelur fjöldi fólks á tjaldstæðum og í sumarhúsum um allt Vesturland. Reglur um sóttvarnir og samkomur eru í fullu gildi. Enn er miðað við 500 manns í samkomubanni og veitingastaðir opnir til 23:00. Einkasamkvæmi í veitingahúsum eru ekki leyfð þar sem vínveitingar eru. Við viljum biðla til allra að fara varlega og hugsa um eigin sóttvarnir.
Við erum öll almannavarnir!