Skagakonan Sara Björk opnar listasýningu í Mosfellsbæ í dag


Skagakonan Sara Björk Hauksdóttir stundar nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Að því tilefni verður hún með sýningu sem ber nafnið Vinn, vinn, en sýningin er í Listasal Mosfellsbæjar – sem er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2.

Sýningin er opin 12-18 virka daga og 12-16 á laugardögum.

Sara Björk er fædd árið 1977 og stundar eins og áður segir nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Sara Björk er auk þess menntaður hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og með mastersgráðu í lögfræði.

Öll verkin á sýningunni eru gerð í samvinnu við aðra listamenn m.a. GDRN bæjarlistamann Mosfellsbæjar og Tinnu Royal bæjarlistamann Akraness.

Mörg verkanna eru unnin á tímum COVID-19 sem hafði óvæntar og skemmtileg áhrif á samstarf Söru Bjarkar við listamennina og verkin sjálf. Síðasti sýningardagur er 31. júlí.

Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Opið er kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum.