Hér er vel gerð og áhugaverð samantekt frá Álmanninum 2020 sem fram fór nýverið. Það er fyrirtækið Rewind sem gerði myndbandið og þar fer Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson fremstur í flokki.
Í Álmanninum eru þrjár keppnisgreinar og er keppt í einstaklings – og liðakeppni.
Aldís Birna Róbertsdóttir og Stefán Karl Sævarsson sigruðu í einstaklingskeppninni. Aldís Birna varði þar með titilinn frá því í fyrra.
Í liðakeppninni sigraði lið sem bar nafnið Hrepparar.
Í þríþrautarkeppninni Álmanninum er hjólað frá Akraneshöllinni upp að Akrafjalli, þaðan er hlaupið upp að Háahnúki og niður aftur, síðan er hjólað á ný að Langasandi þar sem að lokahluti keppninnar fer fram með sjósundsspretti sem er 400 metrar.
Kvennaflokkur:
1. Aldís Birna Róbertsdóttir: 1:12,51 mín.
2. Anna Cacilia Inghammar; 1:21,31 mín.
3. Sigrún Matthíasdóttir; 1:24,28 mín.
Karlaflokkur:
1. Stefán Karl Sævarsson: 1:01,13 mín.
*Brautarmet.
2. Viðar Þorsteinsson: 1:06,84 mín.
3. Ingvar Hjartarson: 1:06,84 mín.
Liðakeppni, þrír keppendur, þar sem sá fyrsti hjólar, annar hleypur og sá þriðji syndir.
1. Hrepparar: 1:07,36 mín.
2. Sundfélag Akraness: 1:09,58 mín.
3. Alpha Females: 1:10,08 mín.