Flott samantekt frá Álmanninum 2020


Hér er vel gerð og áhugaverð samantekt frá Álmanninum 2020 sem fram fór nýverið. Það er fyrirtækið Rewind sem gerði myndbandið og þar fer Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson fremstur í flokki.

Í Álmanninum eru þrjár keppnisgreinar og er keppt í einstaklings – og liðakeppni.

Aldís Birna Róbertsdóttir og Stefán Karl Sævarsson sigruðu í einstaklingskeppninni. Aldís Birna varði þar með titilinn frá því í fyrra.
Í liðakeppninni sigraði lið sem bar nafnið Hrepparar.

Í þríþrautarkeppninni Álmanninum er hjólað frá Akraneshöllinni upp að Akrafjalli, þaðan er hlaupið upp að Háahnúki og niður aftur, síðan er hjólað á ný að Langasandi þar sem að lokahluti keppninnar fer fram með sjósundsspretti sem er 400 metrar.

Kvennaflokkur:

1. Aldís Birna Róbertsdóttir: 1:12,51 mín.
2. Anna Cacilia Inghammar; 1:21,31 mín.
3. Sigrún Matthíasdóttir; 1:24,28 mín.

Karlaflokkur:

1. Stefán Karl Sævarsson: 1:01,13 mín.
*Brautarmet.
2. Viðar Þorsteinsson: 1:06,84 mín.
3. Ingvar Hjartarson: 1:06,84 mín.

Liðakeppni, þrír keppendur, þar sem sá fyrsti hjólar, annar hleypur og sá þriðji syndir.

1. Hrepparar: 1:07,36 mín.
2. Sundfélag Akraness: 1:09,58 mín.
3. Alpha Females: 1:10,08 mín.