Covid-19 hópsmit á Akranesi – ekki liggur fyrir hversu margir eru smitaðir


Hópsmit Covid-19 veirunnar hefur komið upp á Akranesi. Þetta kemur fram á fréttavefnum skessuhorn.is .

Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir þetta í samtali við Skessuhorn.

Tilkynning um hópsmitið barst í dag en ekki liggur fyrir hversu margir eri smitaðir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar2 og Bylgjunar eru 6 smitaðir á Akranesi.