Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Álftaness.
Liðið leikur í 3. deild og hefur gengi liðsins ekki verið gott en Álftanes er á botni deildarinnar.
Alls hefur liðið leikið 9 leiki, og uppskeran er einn sigur, tvö jafntefli og sex tapleikir.
Gunnlaugur var þjálfari karlaliðs ÍA á árunum 2014-2017. Frá árinu 2009 hefur Gunnlaugur þjálfað sex félagslið og er Álftanes sjöunda liðið sem Gunnlaugur þjálfar.
2009 – Selfoss
2009–2010 – Valur
2011–2012 – KA
2013 – HK
2014–2017 – ÍA
2018 – Þróttur