Alls eru 175 einstaklingar á Akranesi í sóttkví eftir að Covid-19 smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsalinn á Jaðarsbökkum á þriðjudag í síðustu viku.
Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. S.l. föstudag kom annar smitaður iðkandi inn í líkamsræktina en aðstöðunni hefur nú verið lokað.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA segir í viðtali við RÚV að vel hafi gengið að ná sambandi við þá aðila sem komu í líkamsræktina á þeim degi sem smitaði einstaklingurinn var í aðstöðunni.
Sundlaugin á Jaðarsbökkum er opin en þreksalir ÍA verða lokaðir út vikuna.