Skagamenn skora næst flest mörk að meðaltali – leikið gegn Fjölni í dag


Karlalið ÍA mætir liði Fjölnis í dag í PepsiMax deildinni í knattspyrnu á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi. Heil umferð fer fram í deildinni í dag.

Leikurinn hefst kl. 16.15 og verður 16. leikur ÍA á tímabilinu.

Skagamenn eru í 8. sæti eftir góðan 3-0 sigur gegn liði Gróttu um liðna helgi en ÍA er með 17 stig. Með sigri í dag gætu Skagamenn komist í 20 stig og lyft sér í upp um miðja deild.

Skagamenn hafa svo sannarlega skorað mörkin í sumar en liðið er i öðru sæti þegar kemur að skoruðum mörkum að meðtali í leik. Liðið hefur skorað alls 36 mörk í 15 leikjum eða 2,27 mörk að meðaltali í leik á tímabilinu. Aðeins Valur, sem er í efsta sæti, hefur skorað fleiri mörk að meðtali eða 2,6 í leik.

Akranesliðið er hinsvegar það lið sem hefur fengið flest mörk á sig í sumar eða 36 sem gerir 2,4 mörk að meðaltali í leik. Liðið fékk ekki á sig mark í síðasta leik gegn Gróttu í 3-0 sigri en ÍA hefur tvívegis haldið hreinu í sumar og í bæði skiptin gegn liði Gróttu.

Framundan er mikil leikjatörn hjá liðunum í PepsiMax deildinni. ÍA á eftir að leika alls sjö leiki og þar af tvívegis gegn liði Fjölnis.