Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á Akranesi í gær samkvæmt upplýsingum sem Lögreglan á Vesturlandi birti í dag.
Á miðvikudaginn voru fjórir í einangrun en aðeins einn er í einangrun á Akranesi samkvæmt nýjustu upplýsingum.
Alls eru 13 í einangrun á Vesturlandi og hefur þeim fjölgað um tvo einstaklinga.
Eitt smit hefur verið greint í Borgarnesi.