Dýrin í Hálsaskógi fara í vetrardvala í FVA



Leiklistarklúbburinn Melló við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum sýningum á söngleiknum Dýrinum í Hálsaskógi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum. Fjölmargir nemendur úr FVA hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og æfingar – en vegna Covid-19 ástandsins í landinu verður ekki hægt að sýna verkið að svo stöddu.

„Af óviðráðanlegum ástæðum hefur leiklistarklúbburinn Melló tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa öllum sýningum á Dýrunum í Hálsaskógi. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda og vill leikhópurinn koma á framfæri þakklæti fyrir stuðninginn og þolinmæðina.

Tix.is hefur nú þegar sent öllum miðakaupendum póst og munu endurgreiðslur fara fram eins fljótt og auðið er til þeirra sem kjósa það (sjá póst frá tix.is).

Við stefnum að sjálfsögðu að því að næsta leiksýning verði haldin næsta vor en í millitíðinni viljum við biðja ykkur um að fylgja sóttvarnarreglum, halda ykkur heima eins og hægt er, passa metra regluna, spritta reglulega og vera með grímur eins mikið og hægt er. Við erum öll almannavarnir!