Akraneskaupstaður tekur 4,5 milljarða kr. langtímalán

Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í langtímafjármögnun bæjarfélagsins.

Alls bárust 3 tilboð frá Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands.

Um er að ræða 3.500 milljóna kr. lán og var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær að ganga til samninga við Íslandsbanka.

Lánstíminn er til ársins 2055. 

Einnig var samþykkt að taka langtímalán frá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 1.000 milljónir kr.