Yoga Nidra er ævaforn, yfir 4000 ára gömul hugleiðsluaðferð, sem oftast fer fram liggjandi. Þetta er einföld aðferð sem langflestir geta iðkað. Og nýtur mikilla vinsælda í hröðum, vestrænum heimi í dag.
Orðið yoga þýðir eining/sameining, allt sem er, eða tenging við sjálfan þig og eða eitthvað æðra en þú sjálf/ur. Orðið Nidra þýðir svefn og saman gæti þýðst sem yogískur svefn, þar sem þú dvelur í kyrrlátu vitundarástandi, milli svefns og vöku. Hugleiðsla er þegar þú nærð að aðskilja þig frá eigin hugsunum og tilfinningum og tengst æðra sjálfi. Þu leiðir hugann en hann ekki þig.
Yóga Nidra er góð leið til að losa um streitu og spennu sem fylgir oft okkar í dag. Margar rannsóknir benda okkur á að streita er stór orsök margra sjúkdóma t.d. meltingatruflana, þunglyndis, kvíða og bólgum í líkamanum. Með því að stunda Yoga Nidra nærðu andlegu jafnvægi, Þar getur líkaminn náð að heila sig og hugurinn að núllstilla sig.
Í Yoga Nidra ertu leidd/-ur i djúpt slökunarástand þar sem hægt er að vinna með hindranir í huga, líkama og sál og losar um spennu. Það eina sem þú gerir er að hlusta á leiðbeinandann og reynir að sofna ekki. En ef þú sofnar djúpum svefni er það í mjög góðu lagi.
Yoga Nidra samanstendur af líkams- öndunar- og núvitundaræfingum. Markvisst er unnið með skynjun til að losa um og gera hindranir og spennu í líkama, huga og tilfinningum hlutleysi, sleppa taki, þú leiðir hugan, hann ekki þig! Og í dýpsta hluta yoga nidra er sem við séum sofandi og þá hægis á allri líkamsstarfssemi og við förum í gegnum sama ferli en munurinn er sá að við erum vakandi eða yogískur svefn, sofandi með vakandi vitund.
Í daglegu amstri er hugurinn á fullu og í Yoga Nidra njótum við þess að kyrra hugann. Við förum í djúpa slökun sem samsvarar djúpum svefni (Delta) en erum vakandi. Í þessu kyrra vitundarástandi, með kyrran hugann getum við orðið vitni að hugsunum okkar. Með reglulegri ástundun er hægt að öðlast meiri hæfni í að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum okkar við lífinu og mótlæti, við lærum að stýra betur eigin huga.
Í Yoga Nidra förum við í slökunarástand. Það róar líkamann okkar, huga og dregur úr streitu. Gerir líkamanum kleift að endurnýja og gera við sig. Í þessu ástandi hægist á hjartslættinum, blóðþrýstingur lækkar, kortisól (streituhormón) lækkar, blóðflæði til heila eykst og eflir ónæmiskerfið. Við sofum betur.
Sagt er að 45 mínútur í Yoga Nidra séu jafn nærandi og 3ja klukkustunda svefn.
Helga Guðný Jónsdóttir Yogakennari
Hatha yoga, Ásta Arnardóttir, Yogavin
hatha og vinyasa yoga, Yogaworks
Yin yoga, yogawise, David kim
I AM Yoga Nidra, Amrityoga Institute