Nýjustu Covid-19 tölurnar – þriðjudaginn 10. nóvember



Alls greindust 11 ný Covid-19 smit á landinu í gær og þar af voru sex aðilar í sóttkví.

Frá því um miðjan september hafa ekki greins eins fá Covid-19 smit á einum degi

Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 og alls hafa 24 látist á Íslandi vegna Covid-19 frá því í febrúar á þessu ári. Þar af 14 nú í þriðju bylgju sjúkdómsins.

Á Vesturlandi eru 17 í einangrun vegna Covid-19 og fækkar um einn á milli daga. Í sóttkví eru 111 en alls voru 114 í sóttkví á mánudaginn í landshlutanum.