Covid-19 hópsmit tengist starfsmönnum í fyrirtæki með aðsetur á Akranesi


Alls hafa sex einstaklingar sem hafa allir tengsl við fyrirtæki á Akranesi verið greindir með Covid-19 smit á undanförnum dögum, fjórir í gær, og tveir fyrir nokkrum dögum.

Þetta kemur fram í frétt á RÚV.

Þetta segir Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknir á Vesturlandi í viðtali við RÚV.

„Það greindust fjögur tilvik í gær og síðan greindust tvö fyrir nokkrum dögum. Þessi sex tilvik tengjast öll sama fyrirtækinu,“ segir Þórir í viðtali við RÚV.

Rakningarteymi Almannavarna rekur nú ferðir fólksins og tengsl þess við aðra.

Að sögn Þóris eru viðkomandi starfsmenn búsettir í Reykjavík en starfa í fyrirtækinu á Akranesi.

Nánar á vef RÚV.