Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 16. nóvember


Alls greindust 9 Covid-19 smit á Íslandi í gær. Þrír af þeim voru ekki í sóttkví.

Aðeins 382 sýni voru tekin innanlands í gær. Þetta kemur fram á vefnum covid.is

Alls eru 59 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þrír af þeim eru á gjörgæsludeild.

Á Vesturlandi eru alls 15 í einangrun vegna Covid-19 og 23 eru í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Hér má sjá upplýsingar frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í gær, sunnudaginn 15. nóvember.