25. nóvember er dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum. Þá hófst 16-daga átak og vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember, sem er Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna.
Alþjóðasamband Soroptimista starfar með ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum félagasamtökum. Soroptimistar eiga ráðgefandi fulltrúa með málfrelsi hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í New York, París, Genf, Róm og Vín.
Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi.
16-daga átakið gefur okkur öllum tækifæri til að rjúfa þögnina varðandi ofbeldi. Ekki síst á þessum tímum þar sem margir búa við aukið ofbeldi heimavið. Við viljum biðja ykkur kæru bæjarbúar að vera vakandi og hlúa vel hvort að öðru.
Sjúkrahúsið, Fjölbrautaskólinn og vonandi Akratorgið verða lýst upp með roðagylltum lit þessa 16 daga til að minna okkur á að segja NEI við OFBELDI.