Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.
Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Drífa Harðardóttir er badmtonmaður ársins 2020 hjá ÍA. Hún er ein fremsta badmintonkona Íslands, hún hefur alla tíð spilað fyrir ÍA á Íslandi, þó svo að hún búi og æfi í Danmörku og hefur gert í nokkur ár.
Drífa leggur áherslu á tvíliða- og tvenndarleik og spilar þær greinar með liði sínu Hvidovre í liðakeppni í Danmörku.
Hún hefur orðið Íslandsmeistari tíu sinnum, fjórum sinnum í tvíliðaleik og sex sinnum í tvenndarleik. Drífa er sú kona sem oftast hefur orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki undir merkjum ÍA.
Drífa er einnig eina konan sem hefur orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki fyrir ÍA. Drífa kemur reglulega til Íslands og þá kemur hún alltaf á æfingar hjá ÍA og finnst keppnishópnum það afar skemmtilegt. Hún leiðbeinir og aðstoðar krakkana og veitir þeim harða keppni á æfingum. Hún er góð fyrirmynd fyrir badmintonkrakka, bæði innan vallar sem utan.
Helstu afrek Drífu á Íslandi á árinu:
Íslandsmeistari í tvenndarleik í meistaraflokki.
- sæti í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki á Meistaramóti Íslands.
Helstu afrek Drífu í erlendis á árinu:
Drífa spilar í liðakeppni/deildarkeppni í Danmörku og þar hefur hún bæði verið með liði 1 og 2 (lið 2 er í 3. deild). Hún hefur einungis tapað 1 leik á árinu í deildarkeppninni.
Hvernig stendur Drífa á landsvísu?
Drífa er ein af bestu tvíliða- og tvenndarleiksspilurum á Íslandi.