Það er óhætt að segja að Magný Guðmunda Þórarinsdóttir og Skagakonan á RÚV, Elsa María Drífudóttir, hafi komið Akranesi á framfæri í fjölmiðlum með krúttlegustu frétt ársins 2020.
Fréttin sem Elsa María gerði og var birt í fréttum RÚV vakti gríðarlega athygli á Íslandi en nú hefur fréttin farið á flug hjá ríkissfjölmiðlinum ARD í Þýskalandi.
Fréttin var sýnd á einni af fréttastöðvum ARD, ríkissjónvarpinu í Þýskalandi, sem er ein stærsta sjónvarpsstöð Evrópu. ARD var stofnuð árið 1950 og hjá stöðinni starfa um 23.000 manns.
Brot úr fréttinni hafa verið birt á samfélagsmiðlum hjá Tagesschau24 sem er ein af sjónvarpsstöðvum ARD.
Það efni má sjá hér fyrir neðan og nú þegar hafa þessi myndbönd fengið rúmlega 7 milljón áhorf. Yfir 5 milljón áhorf á fésbókarsíðu Tagesschau24 og rúmlega 1 milljón á Instagramsíðu Tagesschau24.
Sagan er í stuttu máli sú að Magný Guðmunda Þórarinsdóttir, dagmamma á Akranesi, hefur á undanförnum 18 árum verið með skemmtilega hefð á vinnustaðnum.
Magný fer í göngutúr með börnin sem eru í hennar umsjón á hverjum degi. Í aðdraganda jóla hefur Magný þann háttinn á að klæða sjálfa sig og börnin í glæsilega jólasveinabúninga.
Óhætt er að segja að fréttin hafi slegið í gegn og án efa ein krúttlegasta frétt ársins 2020.