Sundfélag Akraness veitti í lok ársins 2020 ýmsar viðurkenningar til iðkenda félagsins. Brynhildur Traustadóttir er sundmaður Akraness 2020,
Sindri Andreas Bjarnason fékk Félagabikarinn og Aldís Lilja Viðarsdóttir fékk Ingubikarinn en þessar viðurkenningar eru jafnframt til minningar um fyrrum félaga í Sundfélagi Akraness sem eru látnir.
Einnig voru veitt fjölmargar aðrar viðurkenningar fyrir stigahæstu sund ársins, ástundun og framfarir.
Sundmaður Akraness: Brynhildur Traustadóttir
Brynhildur vann silfur verðlaun í 200, 400, og 1500m skriðsundi og brons i 800m skriðsundi og 4×100 skriðsund boðsundi á IM 50.. Í keppnisferð sundfélagsins til Riga tók hun brons i 400m skriðsund á opna lettlenska Meistramótinu Hún er fastamaður í landsliði íslands og fór með landskiðinu í æfingaferð til Tenerife í janúar 2020
Félagabikarinn fékk
Sindri Andreas Bjarnason
Sindri Andreas er alltaf reiðubúin til að aðstoða aðra og er mikil fyrirmynd fyrir yngri sundmenn liðsins, Sindri er duglegur að hvetja liðsfélaga sína áfram bæði á æfingum og á sundmótum. Sindri er líka alltaf reiðbúinn til að aðstoða Sundfélagið í allskonar verkefnum, duglegur að aðstoða við þjálfun og hjálpar til við uppsetningu á tæknibúnaði fyrir mót og útvarp. Bikarinn er veittur til minningar um þá Arnar Frey Sigurðsson og Karl Kristinn Kristjánsson.
Aldís fékk Ingubikarinn
Ingubikarinn er veittur fyrir stigahæsta bringusundið 12 ára og yngri og er gefinn til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur.
Bikarinn hafnaði hjá Aldís Lilja Viðarsdóttir fyrir 100 bringusund á tímanum 1.40,86 sem gera 236 FINA stig.
Viðurkenningu fyrir stigahæstu sundin hlutu:
Meyjur: Aldís Lilja Viðarsdóttir 236 stig, 100m bringusund 1.40.86
Sveinar: Adam Agnarsson149 stig, 50m skriðsund 39,37 (50m laug)
Telpur: Karen Karadóttir 489 stig 50 bringusund 37,31 (50m laug)
Drengir: Guðbjarni Sigþórsson 474 stig, 100 skriðsund 1.00.15 (50m laug)
Stúlkur: Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 595 stig, skrið 28.14 (50 m skriðsund.
Piltar: Kristján Magnússon 495 stig, 100 skriðsund 59.25 (50 m laug).
Karlar: Enrique Snær Llorens Sigurðsson 621 stig 400 skriðsund 4.17.94 (50m laug).
Konur: Brynhildur Traustadóttir 666 stig 200 skriðsund 2.09.37 (50m laug)
Viðurkenningu fyrir bestu ástundun og framfarir á árinu 2020 hlutu:
Meyjur: Viktoria Emilia Orlita
Sveinar: Almar Sindri Daníelsson Glad
Telpur: Iris Arna Ingvarsdóttir
Drengir: Guðbjarni Sigþórsson
Stúlkur: Ingibjörg Svava Magnúsardóttir
Piltar: Einar Margeir Ágústsson