„Kærar þakkir til SSV fyrir styrkinn, svona styrkir skipta gríðarlegu máli fyrir menningarlífið,“ skrifar tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir á fésbókarsíðu sína.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands – sem Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi standa að veitti verkefni Valgerðar, „Tónar og ljóð“ styrk nýverið sem hún ætlar að nýta sumarið 2021.
Valgerður var með slíka tónleika í Vinaminni s.l. haust sem vöktu mikla lukku. Sveinn Rúnar Grímarsson, Sveinn Arnar Sæmundsson, Arnar Óðinn Arnþórsson, Þórður Sævarsson og Sylvía Þórðardóttir komu þar fram ásamt Valgerði.
Verkefnið „Tónar og ljóð“ mun fara í ferðalag um Vesturland í sumar þar sem að þessi hópur mun heimsækja tvær kirkjur á halda þar tónleika. „Þar verða flutt ýmis lög sem Valgerður hef samið á síðustu árum í bland við íslensk þjóðlög.