Þrír leikmenn úr röðum ÍA eru í fjölmennum úrtakshóp fyrir U-15 ára landslið kvenna í knattspyrnu mun æfa dagana 10.-12. febrúar.
Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari U15 kvenna og valdi hann alls 64 leikmenn í úrtakshópinn.
Leikmennirnir koma frá 19 félögum víðsvegar af landinu. Félögin eru eftirfarandi og fjöldi leikmanna frá hverju félagi er í sviganum.
Haukar (4), Selfoss (2), Stjarnan (2), Þór Ak. (4), Víkingur R. (7). Afturelding (4), Breiðablik (8), FH (7), Grótta (1), ÍBV (4), Höttur (2), KAA (4), Fylkir (1), ÍA (3), KR (3), Valur (4), Víðir (1), Grindavík (1), HK (4).
Leikmenn ÍA eru Andrea Ósk Pétursdóttir, Birna Rún Þórólfsdóttir, Salka Hrafns Elvarsdóttir.