Akraneskaupstaður kaupir Suðurgötu 124 – húsið verður rifið

Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á síðasta fundi sínum að kaupa efri hæðina í íbúðarhúsinu við Suðurgötu 124.

Með kaupunum á Akraneskaupstaður alla húseignina og eru kaupin gerð með niðurrifi fasteignarinnar í huga.

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á svæðinu á næstu misserum – vegna uppbyggingar á nýjum mannvirkjum á Sementsreitnum.

Akraneskaupstaður greiðir 20 milljónir kr. fyrir efri hæðina og fól ráðið bæjarstjóra að skrifa undir tilheyrandi löggerninga vegna kaupanna.

Í byrjun ársins 2019 voru uppi hugmyndir hjá Akraneskaupstað að stofna sjóð til að kaupa eignir vegna skipulagsbreytinga og þéttingu byggðar á þessu svæði.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/03/raett-um-ad-stofna-sjod-til-ad-kaupa-eignir-vegna-skipulagsbreytinga-eda-thettingu-byggdar/