Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum um umsókn frá Tónlistarskóla Akraness um breytingar á sviði í Tónbergi.
Um er að ræða framkvæmd sem var búið að samþykkja í fjárhagsáætlun ársins 2020 en ekki náðist að ljúka við verkefnið fyrir áramótin.
Breytingin mun kosta tæplega 14,3 milljónir kr. en ekki kemur fram í bókun bæjarráðs hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á sviðinu í Tónlistarskólanum.
Tónlistarskólinn á Akranesi ar stofnaður árið 1955 en árið 2008 var starfssemin flutt í nýtt húsnæði við Dalbraut.
Tónberg er einn glæsilegasti tónleika- og ráðstefnusalur á Akranesi, búinn fullkomnustu tækjum til hverskyns flutnings bæði á töluðu máli og tónlist. Hann tekur alls 177 manns í sæti og er hljómburðurinn einstakur.