Gríðarlegur áhugi á jarðhræringum – vedur.is er langvinsælasti vefur Íslands

Það er um fátt annað rætt í íslensku samfélagi en jarðhræringarnar sem eiga sér stað á Reykjanesi. Jarðskjálftahrinan sem staðið hefur yfir undanfarna daga og vikur hefur ekki farið framhjá íbúum Akraness – og margir öflugir jarðskjálftar hafa fundist hér á Akranesi.

Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að fylgjast með jarðskjálftamælingum og þjónustan hefur verið vel nýtt að undanförnu.

Vefur Veðurstofunnar er mest sótti vefur landsins samkvæmt vefmælingum Modernus og Gallup.

Rétt tæplega 400.000 notendur fóru inn á vef Veðurstofunnar í síðustu viku og vikuna þar á undan voru heimsóknirnar 342.000. Að meðaltali fær vedur.is 190.000 notendur á viku.

Til samanburðar var fréttavefurinn Visir.is með alls 212.844 notendur í síðustu viku og mbl.is kom þar á eftir með 211.458 notendur.

Sjá vefmælingu Gallup:

Sjá vefmælingu Modernus: