Fjölmenni mætti í dag þegar Frystihúsið við Akratorg var opnað með formlegum hætti. Löng biðröð var við Akratorgið þegar dyrnar á Frystihúsinu voru opnaðar upp á gátt kl. 13.00.
Frystihúsið stendur undir nafni en um er að ræða lifandi ísbúð, kaffihús og sælkerastaður fyrir alla þá sem kunna að meta geggjaða ísa, öflugra kaffi og allt það sem gerir lífið skemmtilegra.
Hér má sjá myndband og myndir frá opnun Frystihússins.