Valgarður Lyngdal Jónsson mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar í komandi Alþingiskosningum, Jónína Björg Magnúsdóttir skipar annað sætið og Sigurður Orri Kristjánsson er í þriðja sæti. Kjördæmisþing Samfylkingarinnar fór fram um s.l helgi þar sem að kosið var um hvernig framboðslistinn yrði skipaður.
Valgarður og Jóinína eru bæði búsett á Akranesi. Valgarður er forseti bæjarstjórnar Akraness en Jónína hefur setið á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Guðjón S. Brjánsson – sem ákvað nýverið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Í Alþingiskosningunum árið 2017 fékk Samfyllkingin einn mann kjörinn á þing, Guðjón S. Brjánsson. Í þeim kosningum vantaði Samfylkingunni tæplega 1500 atkvæði til að koma öðrum þingmanni inn. Flokkurinn fékk 1681 atkvæði í síðustu kosningum til Alþingis og var með 10% fylgi í NV-kjördæmi árið 2017. Alls sitja 7 þingmenn úr NV-kjördæmi á Alþingi.
Úrslit úr NV-kjördæmi 2017
| Úrslit | Atkvæði | Hlutfall | Þingm. |
| Björt framtíð | 135 | 0,78% | 0 |
| Framsóknarflokkur | 3.177 | 18,42% | 2 |
| Viðreisn | 423 | 2,45% | 0 |
| Sjálfstæðisflokkur | 4.233 | 24,54% | 2 |
| Flokkur fólksins | 911 | 5,28% | 0 |
| Miðflokkurinn | 2.456 | 14,24% | 1 |
| Píratar | 1.169 | 6,78% | 0 |
| Samfylkingin | 1.681 | 9,74% | 1 |
| Vinstrihreyfingin grænt fr. | 3.067 | 17,78% | 1 |
| Gild atkvæði samtals | 17.252 | 100,00% | 7 |
| Auðir seðlar og ógildir | 582 | 3,26% | |
| Ógildir seðlar | 38 | 0,21% | |
| Greidd atkvæði samtals | 17.872 | 83,04% | |
| Á kjörskrá | 21.521 |
| Kjörnir alþingismenn: | ||
| 1. Haraldur Benediktsson (D) | 4.233 | |
| 2. Ásmundur Einar Daðason (B) | 3.177 | |
| 3. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V) | 3.067 | |
| 4. Bergþór Ólason (M) | 2.456 | |
| 5. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D) | 2.117 | |
| 6. Guðjón Brjánsson (S) | 1.681 | |
| 7. Halla Signý Kristjándsdóttir (B) | 1.589 | |
| Næstir inn | vantar | |
| Bjarni Jónsson (V) | 111 | |
| Eva Pandóra Baldursdóttir (P) | 420 | |
| Teitur Björn Einarsson (D) | 533 | |
| Magnús Þór Hafsteinsson (F) | 678 | |
| Sigurður Páll Jónsson (M) | 722 | landskjörinn |
| Gylfi Ólafsson (C) | 1.166 | |
| Guðlaug Kristjánsdóttir (A) | 1.454 | |
| Arna Lára Jónsdóttir (S) | 1.497 |