Það eru margir sem ætla að að taka þátt í áheitasöfnuninni „Stokkið fyrir Svenna“ sem fer fram 1. maí.
Einstaklingar, félagssamtök og fyrirtæki hafa sýnt stuðning sinn með ýmsum hætti og þar á meðal veitingahúsið Barion í Mosfellsbæ.
Barion og Knattspyrnufélag ÍA hafa tekið höndum saman og bjóða upp á „Þristamús“ fyrir Svenna á aðeins 995 kr. Allur ágóði af sölunni rennur í söfnina „Stokkið fyrir Svenna“.
Þristamúsin verður síðan afhent í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á laugardaginn 1. maí á milli kl. 12:00-14:00