Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að veita heimild til þess að auglýsa eftir allt að 50 störfum vegna atvinnuátaks námsmanna sumarið 2021. Endanleg afgreiðsla málsins verður tekin á fundi bæjarstjórnar í lok maí mánaðar.
Á síðasta fundi bæjarráðs fór fram kynning á minnisblaði Vinnumálastofnunar um sumarstörf námsmanna sumarið 2021.
Mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar kynnti þar væntanlega þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.
Bæjarráð samþykkti eins og áður segir að veita heimild til að auglýsa eftir allt að 50 störfum vegna atvinnuátaks námsmanna sumarið 2021.