Alls greindust 5 einstaklingar i gær með Covid-19 smit og var einn þeirra ekki í sóttkví.
Smit greindist á Vesturlandi. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.
Alls eru 173 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits en þeir voru 167 í gær.
Það fækkar töluvert í hópi þeirra sem eru í sóttkví en alls eru 329 í sóttkví en þeir voru 456 í gær.
Rétt um 1400 einstaklingar voru skimaðir í gær og rúmlega 600 einstaklingar voru skimaðir á landamærunum.
Aðsetur | Einangrun | Sóttkví |
Höfuðborgarsvæði | 125 | 159 |
Suðurnes | 3 | 7 |
Suðurland | 43 | 118 |
Austurland | 0 | 1 |
Norðurland eystra | 1 | 4 |
Norðurland vestra | 0 | 2 |
Vestfirðir | 0 | 3 |
Vesturland | 1 | 32 |
Óstaðsett | 0 | 3 |
Útlönd | 0 | 0 |