Kári og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar áttust við um helgina í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem að fimm mörk voru skoruð.
Kári tapaði leiknum naumlega 3-2 en Jón Vilhelm Ákason skoraði fyrra mark Kára með gegguðu skoti og hinn efnilegi Gabríel Þór Þórðarson skoraði síðara mark Kára – og er það fyrsta mark hans á Íslandsmótinu fyrir Kára í 2. deild.
Lið KF skoraði fyrsta mark leiksins, Jón Vilhelm jafnaði metin og Gabríel Þór kom Kára yfir og staðan var 2-1 í hálfleik. Leikmenn KF jöfnuðu leikinn í upphafi síðari hálfleis – Andri Júlíusson, leikmaður Kára, fékk rauða spjaldið í síðari hálfleik og lið KF nýtti sér liðsmuninn með því að skora sigurmarkið með góðum skalla.
Næsti leikur Kára er gegn Knattspyrnufélagi Vesturbæjar á heimavelli – Akraneshöllinni næsta föstudag.