Það er nóg um að vera hjá knattspyrnuliðum frá Akranesi í dag. Þrír leikir eru á dagskrá og eru þeir allir á útivelli.
Karlalið ÍA leikur gegn HK í Kórnum í Kópavogi í PepsiMax deildinni. Bæði ÍA og HK eru án sigurs í deildinni en liðin hafa gert tvö jafntefli á tímabilinu og deila 9.-12. sæti með Stjörnunni og Fylki. Leikur HK og ÍA hefst kl. 18:00.
Kvennalið ÍA mætir liði KR á útivelli í Lengjudeildinni sem er næst efsta deild Íslandsmótsins. ÍA landaði góðum sigri gegn sterku liði Augnabliks í síðustu umferð en ÍA er í 3.-7. sæti eftir tvær fyrstu umferðirnar. KR er einnig með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikur KR og ÍA hefst 19:15.
Kári, sem leikur í 2. deild karla, mætir liði Reynis í Sandgerði á útivelli. Kári er með eitt stig eftir tvær umferðir en Reynir S. er með einn sigur og er með 3 stig í 4.-6. sæti deildarinnar. Leikur Reynis S. og Kára hefst kl. 19:15.
Staðan í PepsiMax deild karla:
Staðan í Lengjudeild kvenna:
Staðan í 2. deild karla: