Karlalið ÍA mætir KA frá Akureyri í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 18.00.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið en ÍA er harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar með 5 stig eftir 7 umferðir. KA er í fjórða sæti með 13 stig en ÍA er í 11. sæti.
Framundan eru margir hörkuleikir hjá liði ÍA í PepsiMax deildinni – eins og sjá má hér fyrir neðan.