Það er mikið um að vera hjá félagsmönnum á öllum aldri í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi þessa dagana. Meistaramót Leynis, eða Akranesmeistaramót 2021, fer fram í þessari viku og í gær lauk keppni hjá yngri kylfingum klúbbsins. Keppni hjá þeim sem eldri eru hófst í gær og lýkur á laugardaginn.
Á meistaramóti yngri kylfinga voru leiknir 2 hringir á tveimur keppnisdögum við fínar aðstæður á Garðavelli.

Úrslit mótsins 2021:
15-16 ára drengir – höggleikur:
1. sæti – Kári Kristvinsson 152 högg
2. sæti – Tristan Freyr Traustason 160 högg

14 ára og yngri stelpur – punktakeppni
1 sæti – Viktoría Vala Hrafnsdóttir 92 punktar
2 sæti – Vala María Sturludóttir 81 punktur

14 ára og yngri drengir – punktakeppni
1. sæti – Hilmar Veigar Ágústsson 73 punktar
2. sæti – Morten Ottesen 73 punktar
3. sæti – Bragi Friðrik Bjarnason 67 punktar
