Nýtt hús á opnu svæði í Jörundarholti mun bæta húsnæðisöryggi fatlaðs fólks


Stefnt er að því að reisa nýtt hús á opnu svæði í Jörundaholti sem mun nýtaast sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Þessi nýbygging á að vera á einni hæð og á að falla vel að núverandi byggð.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem starfar í umboði bæjarstjórnar. Á þessum fundi var samþykkt að leggja fram skipulagslýsingu fyrir þetta verkefni á þessu svæði.

Skipulagslýsingunni kemur m.a. fram að breytingin sé liður í því að bæta húsnæðisöryggi fatlaðs fólks og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Íbúðir fyrir fatlað fólk skulu vera í almennri íbúðabyggð. Það er einn af grunnþáttum þess að stuðla að fullri aðlögun og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og bera virðingu fyrir mannlegri reisn.

Nokkrir möguleikar á staðsetningu íbúðarkjarna hafa verið skoðaðir af skipulags- og umhverfisráði í samvinnu við velferðarráð og ráðgjafa. Ekki hefur reynst unnt að koma fyrir byggingu og nýrri lóð af þeirri stærð, sem stefnt er að, innan núverandi byggðar með góðu móti nema við Jörundarholt. Leiksvæði og göngustígur verður endurgert með betri aðstöðu til útivistar.

Á opna svæðinu milli hverfishluta í Jörundarholti eru grasflatir, lítið leiksvæði, spennistöð og göngustígur. Svæðið sem um ræðir er ekki nýtt á neinn hátt og geta þar myndast vindstrengir. Stefnt er að því að nýbygging verði á einni hæð og falli vel að núverandi byggð. Bygging og umhverfisfrágangur við hana mun skýla opna svæðinu sunnan hennar en það verður endurbætt sem leik- og útivistarsvæði.

Nánar í hlekknum hér fyrir neðan.

210628-ASAKRA05-br-Jorundarholt

Yfirlitsmynd af væntanlegu húsi sem mun nýtast sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Mynd/akranes.is

210628-ASAKRA05-br-Jorundarholt