Körfuknattleikslið ÍA í meistaraflokki karla fór óvænt upp um deild um s.l. helgi þegar ljóst var að Reynir úr Sandgerði ætlar ekki að senda lið til keppni í næst efstu deild.
Hið unga og efnilega lið ÍA endaði í 2. sæti í 2. deild karla á síðustu leiktíð og fékk ÍA boð um að þiggja sæti í næst efstu deild.
Í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands kemur eftirfarandi fram:
„ÍA hefur þekkst boð um að taka það sæti sem Reynir S. lét frá sér í 1. deild karla á komandi leiktíð. ÍA tekur við öllum leikjum Reynis, hvort sem er heima- eða útileikjum, á þeim dögum sem áður var áætlað að leikir Reynis færu fram.“
Það verða því áhugaverðir leikir í vetur í íþróttahúsinu við Vesturgötu í vetur en alls eru 10 lið sem taka þátt í 1. deildinni vetur.
Skallagrímur |
Fjölnir |
Höttur |
ÍA |
Haukar |
Sindri |
Hamar |
Álftanes |
Selfoss |
Hrunamenn |