Karlalið ÍA í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum með 3-1 sigri á útivelli gegn 2. deildarliði ÍR í Breiðholti.
Leikurinn fór fram á heimavelli ÍR. Heimamenn komust yfir á 17. mínútu með marki sem Pétur Hrafn Friðriksson skoraði. Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði metinn fyrir ÍA á 45. mínútu – með snilldarskoti.
Gísli Laxdal Unnarsson kom ÍA yfir á 55. mínútu og Guðmundur Tyrfingsson kom ÍA í 3-1 með góðu marki undir lok leiksins.
ÍA hefur ekki komist í undanúrslit bikarkeppni KSÍ allt frá árinu 2003 eða í 18 ár – en það ár varð liðið bikarmeistari í 9. sinn. ÍA sigraði Fram í 16-liða úrslitum 3-0 og FH í 8-liða úrslitum 1-0.
Fjöldi bikarmeistaratitla í karlaflokki frá upphafi | |
KR | 14 |
Valur | 11 |
ÍA | 9 |
Fram | 8 |
ÍBV | 5 |
Keflavík | 4 |
FH | 2 |
Fylkir | 2 |
Víkingur R. | 2 |
Breiðablik | 1 |
ÍBA | 1 |
Stjarnan | 1 |