Góðgerðarmarkaðurinn Breytum krónum í gull fer fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum fimmtudaginn 28. nóvember n.k. Viðburðurinn hefst kl. 11:30 og stendur til 13:00 og eru allir velkomnir.
Það eru nemendur og starfsfólk Grundaskóla sem standa að baki verkefninu „Breytum krónum í gull“ en þeir munir sem verða til sölu hafa nemendur í skólanum búið til.
Allur ágóði fer til Rauða krossins sem úthlutar til fólks í neyð í heiminum. Í mörg ár hefur fjármagnið farið til Malaví.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grundaskóla og er vakin athygli á því að allir bæjarbúar eru velkomnir.