Helgi Arnar stórbætti árangur sinn og setti ný Íslandsmet á HM unglinga

Helgi Arnar Jónsson gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í hnébeygju og réttstöðulyftu í 83 kg. flokki á Heimsmeistaramóti unglinga í klassískum kraftlyfingum í dag.

Skagamaðurinn, sem er fæddur árið 1998, bætti samanalagðan árangur sinn um 29,5 kg. Hann bætti Íslandsmetið í sínum þyngdar – og aldursflokki tvívegis í hnébeygju og hann fjórbætti Íslandsmetið í réttstöðulyftu.

Hnébeygja: 235 kg.
Bekkpressa: 132.5 kg.
Réttstöðulyfta: 270 kg.
Samanlagt: 637.5 kg.

2x íslandsmet í hnébeygju, 4x íslandsmet í réttstöðulyftu og 29.5kg bæting í samanlögðu.

„Mitt fyrst stórmót, fullt af reynslu í bankann og meira inni fyrir næstu mót! Þakka öllum fyrir stuðninginn og hvatninguna! 👊@jaron_yamane thank you 🥰,“ skrifar Helgi Arnar á Instagram síðu sína.