Golfklúbburinn Leynir auglýsir eftir nýjum veitingaaðila í nýja húsnæðinu Garðavöllum við golfvöllinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum.
Veitingahúsið Galito Bistro hefur frá opnun Garðavalla séð um veitingareksturinn eða frá árinu 2019.
Hilmar Ólafsson framkvæmdastjóri Galito Bistro hefur óskað eftir því að stíga til hliðar og í tilkynningunni færir Golfklúbburinn Leynir honum og starfsfólki Galito Bistro bestu þakkir fyrir gott samstarf á liðnum árum.
Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar varðandi útboð Golfklúbbsins Leynis á veitingarekstrinum.
Um er að ræða framúrskarandi aðstöðu fyrir veislur og viðburði ásamt fullbúnu eldhúsi með tækjum og leirtaui. Mikil sóknarfæri fyrir réttan aðila.
Golfklúbburinn Leynir rekur glæsilegan 18 holu golfvöll sem er í hjarta bæjarins. Kylfingar um allt land eru duglegir að spila Garðavöll ásamt félagsmönnum sem fjölgar ört, en þeir telja nú um 670.
Stjórn Golfklúbbsins Leynis óskar eftir eftirfarandi upplýsingum frá umsóknaraðilum:
- Tillögu að matseðli ásamt verðum. Lagt sé upp með fjölbreyttum veitingum sem henta félagsmönnum GL sem og öðrum kylfingum og gestum.
- Upplýsingar um fyrri reynslu við rekstur sambærilegrar veitingastaða og hvernig umsækjandi sér fram á að nýta húsnæði og aðstöðu sér og GL í hag.
- Mótaðar hugmyndir að opnunartíma, en GL leggur upp með mikla viðveru yfir sumarmánuðina.
Markmið GL með nýjum rekstraraðila er að efla þjónustu við félagsmenn sem og almenna kylfinga yfir sumarmánuðina. Yfir vetrartímann eru tækifæri rekstraraðila mikil m.a. í viðburðum, veislum og veisluþjónustu þar sem veislusalurinn tekur um 200 manns í sæti. Þá er hægt að skipta salnum upp fyrir minni samkomur. Á næstu árum er fyrirhugað að byggja hótel við Garðavöll en samningur við nýjan rekstraraðila mun taka mið af þeirri uppbyggingu.
Allar nánari upplýsingar veitir Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri GL í síma 899-1839 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember og skal umsóknum skilað á netfangið: [email protected]