Áhugaverð tölfræði – Fimleikafélagið fjölmennasta íþróttafélagið á Akranesi

Rúmlega 4100 stunda íþróttir á Akranesi hjá aðildarfélögum Íþróttabandalags Akraness samkvæmt tölfræði sem ÍSÍ birti nýverið fyrir árið 2020. Tölfræðina má nálgast hér.

Í aldursflokknum 17 ára og yngri eru 1436 karlar og 1211 konur. Í aldursflokknum 18 ára og eldri eru karlarnir 1019 og konurnar 497.

Flestir stunda fimleika innan raða ÍA eða 880 og þar á eftir kemur golfíþróttin með 765. Knattspyrna er í 3. sæti með 705 iðkendur og sund kemur þar á eftir 444 iðkendur – eins og sjá má í þessum kortum hér fyrir neðan frá Skagafréttum.

Staðan er aðeins önnur þegar 17 ára og yngri hópurinn er skoðaður sérstaklega. Þá fellur golfíþróttin úr öðru sæti og niður í það fjórða. Fimleikar eru með flesta iðkendur eða 841 og knattspyrnan kemur þar á eftir með 594 og sundíþróttin er með 471.